Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

206 þrep

Tröppurnar í KópavogiÞá er maður kominn úr enn inni gönguæfingunni en það var ekki farið á fjall þetta skiptið heldur farið og gengið í tröppum sem eru í Kópavogi. Hittumst við hjá skátaheimilinu í Kópavogi en það er staðsett rétt við þar sem Sorpa er með gámastöð við Dalveg. Æfingin fólst í því að ganga upp allar tröppurnar, 206 að tölu. Þá helst að taka 2-3 í einu á leiðinni upp og svo 2 á leiðinni niður og fara sem hægst. Helst að fara þannig að maður nái því að halda sér þannig að maður detti ekki seinasta spölinn niður á þrepið sem stigið er á. Ég á aðeins í það Smile Ég tók þessa mynd af tröppunum en skátaheimilið er í forgrunni. Flestir fóru þrjár ferðir upp og niður þarna en sumir fóru fleiri og tók þetta um 30 mínútur og reyndi vel á. Svo skilst mér að þetta sé nokkuð vinsæl æfing að ganga þarna.

Já það er gott að ganga í Kópavogi Wink


En ein

Ég skellti mér en einu sinni á Esjuna í kvöld með Leifi í þetta skiptið. Ég hitti hann upp við Húsgagnahöllina og fórum við svo sem leið liggur upp að Esju.  En við fórum svo sem ekki hátt í þetta sinnið eða í 240 metra hæð eða að 3ja skiltinu. Veður var frekar slæmt sjókoma, töluvert rok og frekar kalt. En ferðin tók um 1 tíma í göngu og var ég með mér 5,5 lítra að vatni auk þess að vera með smávegis til að drekka. í heildina 6 lítra. Ég keypti mér nýjan bakpoka í dag sem ég ætla að nota í gönguna á Hvannadalshnjúk auk þess að bæta aðeins á fótbúnaðinn hjá mér. En það bættist enn einn hluturinn á listann hjá mér, annað hvort þarf ég að láta laga göngustafina eða kaupa mér nýja því annar er farinn að gefa sig. Amm það fellur eitt og annað til við undirbúninginn.

Það stefnir svo í en eina Esju-gönguna á laugardaginn Wink


Miðsúla

Frá HúsfelliÞá er maður kominn heim úr enn einni gönguferðinni en ferðinni í dag var heitið upp á Miðsúlu í Botnssúlum í Hvalfirði. Mætt var upp við Húsgagnahöllina 8:45 og sameinast í bíla og voru þar mættir 12 manns og einn hundur. Var svo keyrt sem leið liggur upp í Botnsdal. Keyrt var m.a. fram hjá gamla söluskálanum þarna og er hann orðinn ansi hrörlegur. Eftir að komið var í dalinn þá tók fólk sig saman og svo var lagt af stað en lagt var á Miðsúluna um kl 10. Veðrið hefði mátt vera betra en ég tók þessa mynd af Botnssúlum þegar ég fór í gönguna á föstudaginn frá Húsfelli. Botnssúlur eru fjallið lengst til hægri. Fyrstu 200 metra hækkunin var frekar þægileg og reyndi svo sem ekki mikið á en þá var smá gjóla. Eftir það fór að reyna aðeins meira á og upp í svona 900 metra hæð þá gengum við í logni og það litla sem snjóaði féll beint niður.

 Eftir það fór að blása meira og sjóa. Fórum við upp í 1060 mMiðsúla3etra hæð. Fórum ekki alveg alla leið á toppinn en Miðsúla er um 1083 metrar á hæð. Við ákváðum að fara ekki alla því bæði var slæmt skyggni og aðeins snjór yfir öllu. Það er líka töluvert bratt öðrum megin þar sem við gengjum svo það var ekki tekin nein áhætta svo það var snúið við. Myndin hérna hægra megin er tekin nálægt þeirri hæð sem við fórum í. Þótt það hefði verið freistandi að halda áfram miðað við hversu nálæt toppnum við vorum komin. Fólk var líka orðið mis þreytt þegar upp var komið. Hækkunin í ferðinni var rúmlega 1000 metrar og í heildina voru gegnir 12,3 km. Uppferðin tók um 4 tíma og niður ferðin um 2 svo í heildina var þetta 6 tímar. Komið var í bæinn aftur rétt um 5 svo það fór allur dagurinn í þessa ferð en deginum var vel varið.

Já um páskana gekk ég um 20-25 km. Ekki er búið að skipuleggja næstu ferð en maður verður að skella sér í einhverja göngu núna í vikunni til að halda áfram að byggja sig upp.

 Það eru svo nokkrar fleiri myndir í myndalbúmi úr ferðinni


Helgafell, Húsfell og Búrfell.

HelgafellÞá hefur maður í sína fyrstu löngu göngu í . Ferðin byrjaði þannig að það var hist við Fjaðarkaup í Hafnarfirði upp úr 9 og sameinast í bíla áður en haldið var að Kaldárseli. Þar var tekinn smá tími til að taka sig til eins og stilla göngustafi og skella á sig bakbokanum. Voru þarna mættir einir 16 manns og einn hundur en svo bættist einn í hópinn eftir það.  Fyrst var ferðinni heitið á Helgafell en það er um 340 m hátt og hækkun um 260 m. Eins og sjá má á myndinni hérna til vinstri þá var mjög gott veður í dag, en myndin er tekin frá Húsfelli. Þegar við vorum komin niður af Helgafelli en þá var klukkan rétt um 11 þá var tekin smá nestispása áður en farið var á næsta fell.

 

Húsfell og BúrfellEftir að hafa áð í smá stund þá var lagt á næst fell sem heitir Húsfell og er um 288 m hátt og hækkun um 160 m. Það þurfti að ganga smá spotta að því frá Helgafelli. En á myndinni hér til hægri þá er Húsfellið til hægr á myndinni og svo er Búrfellið sem gengum líka á til vinstri. En það er smá gígur. En eftir að á toppnum var náð á Húsfellinu og notið smá útsýnisis þá var farið á næsta fell sem er Búrfell en það er um 160 m hátt og hækkun um 50 m. Semsagt bara smá þúst. Myndin hérna til hægri er tekin af Helgarfelli.

En þetta var svo sem ekki erfið ganga þó að löng væri eða um 10-12 km og tók um 4 tíma í göngu en um 4 og hálfan tíma í heildina með smá pásum. Vorum við komin aftur í Fjarðarkaup um 14:30.

Þetta var fyrri ferðin sem er skipulögð um páskana. Í þeirri seinni er stefnt á Miðsúluna í Botnsúlum en sú ferð gæti tekið eina 5-6 tíma auk tíma til að koma sér á staðinn og gæti tekið töluvert meira á því þar er mun meiri bratti og sjór. Maður sá Botnsúlur frá Helgafellinu og Húsfellinu og voru topparnir þar hvítir. Þess má geta að Miðsúlan er um 1080 m há.


náð að steini

Fór í mína þriðju ferð upp á Esjuna á jafn mörgum vikum og loksins náðum við að fara upp að steini. Við vorum níu sem fórum í þessa ferð auk eins hunds. Við hittust eins og venjulega upp við Húsgagnahöll og sameinuðumst í bíla og fórum svo eins og leið liggur upp að Esju. Tókum okkur svo til og það var farið nokkuð rösklega af stað. En það tók okkur 1 klst og 15 mínútur að komast upp að steini en hann er í 597 metra hæð. Veður var mjög gott og frábært útsýni, það eina sem skyggði á gott útsýni var þessi gula slikja sem lá yfir höfuðborgarsvæðið. Ég hef verið að nota gamlan bakpoka sem ég á í þessar æfingar en ég þarf að fara að fá mér nýjan sem ég get notað í ferðina á Hvannadalshjúk. Bakpokinn sem ég á hefur ekki þessi bönd þannig að hann sitji á mjöðmunum heldur er hann meira á herðunum og með mittisband. En í ferðina í kvöld bætti ég við einum lítra af vatni í bakpokann og bar hann þannig upp í miðjar hlíðar en tók þá hálfan líter úr töskunni til að létta hana aðeins. Hann tekur of mikið í axlinar. Ég er svona aðeins að reyna að gera mér í hugalund hvernig ferðin á Hjúkinn verði því þetta verða einir 6-7 tímar á gangi upp á móti en verður ekki farið eins hratt yfir eins og við erum að fara. Erfitt að ganga nokkrir í röð í bandi. Reyndar skilst mér að fyrsta brekkan sé svipuð brött og Esjan en svo sé þetta frekar aflíðandi.

Stefnan er að ganga á tvö fjöll á viku þangað til að farið verður á Hjúkinn. Eina ferð á Esjuna í miðri viku sem svona stutt ferð og svo aftur um helgar til að fara í lengri ferðir.


Önnur ferð á Esjuna

Já því miður komst ég ekki í ferðina á Hengil en ég skellti mér í kvöld á Esjuna. Var ég með sama þyngd í bakpokanum og í fyrstu ferðinni.  Vorum við færri í þessari ferð eða 8 en 2 gengu í morgun svo það er komið upp í sama fjölda. Veður var líka töluvert verra núna en það var bæði slydda og þoka. Ferðin tók eina 2 og hálfan tíma og var farið svipað langt og síðast en örlítið önnur leið. Sú brattari var valin því þau sem fóru í morgun sögðu að það væri töluverður snjór þar.  Það fór svipaður tími í uppgöngna en sökum þess hve skyggnið var slæmt og erfitt yfirferðar þá tók ferðin niður örlítið lengri tíma.

Nú en svo er búið að dagsetja næstu æfingu en þá verða Móskarðshnjúkar fyrir valinu en hjúkarnir eru 800 m háir og hækun um 650 m og verður skellt sér á þá á sunnudaginn.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband