Miðsúla

Frá HúsfelliÞá er maður kominn heim úr enn einni gönguferðinni en ferðinni í dag var heitið upp á Miðsúlu í Botnssúlum í Hvalfirði. Mætt var upp við Húsgagnahöllina 8:45 og sameinast í bíla og voru þar mættir 12 manns og einn hundur. Var svo keyrt sem leið liggur upp í Botnsdal. Keyrt var m.a. fram hjá gamla söluskálanum þarna og er hann orðinn ansi hrörlegur. Eftir að komið var í dalinn þá tók fólk sig saman og svo var lagt af stað en lagt var á Miðsúluna um kl 10. Veðrið hefði mátt vera betra en ég tók þessa mynd af Botnssúlum þegar ég fór í gönguna á föstudaginn frá Húsfelli. Botnssúlur eru fjallið lengst til hægri. Fyrstu 200 metra hækkunin var frekar þægileg og reyndi svo sem ekki mikið á en þá var smá gjóla. Eftir það fór að reyna aðeins meira á og upp í svona 900 metra hæð þá gengum við í logni og það litla sem snjóaði féll beint niður.

 Eftir það fór að blása meira og sjóa. Fórum við upp í 1060 mMiðsúla3etra hæð. Fórum ekki alveg alla leið á toppinn en Miðsúla er um 1083 metrar á hæð. Við ákváðum að fara ekki alla því bæði var slæmt skyggni og aðeins snjór yfir öllu. Það er líka töluvert bratt öðrum megin þar sem við gengjum svo það var ekki tekin nein áhætta svo það var snúið við. Myndin hérna hægra megin er tekin nálægt þeirri hæð sem við fórum í. Þótt það hefði verið freistandi að halda áfram miðað við hversu nálæt toppnum við vorum komin. Fólk var líka orðið mis þreytt þegar upp var komið. Hækkunin í ferðinni var rúmlega 1000 metrar og í heildina voru gegnir 12,3 km. Uppferðin tók um 4 tíma og niður ferðin um 2 svo í heildina var þetta 6 tímar. Komið var í bæinn aftur rétt um 5 svo það fór allur dagurinn í þessa ferð en deginum var vel varið.

Já um páskana gekk ég um 20-25 km. Ekki er búið að skipuleggja næstu ferð en maður verður að skella sér í einhverja göngu núna í vikunni til að halda áfram að byggja sig upp.

 Það eru svo nokkrar fleiri myndir í myndalbúmi úr ferðinni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband