Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

mættum 7 í göngu dagsins

Er þá mættur heim úr enn einni Esjugöngunni en við vorum 7 sem mættum að þessu sinni. Mætt var við Húsgangahöllina og sameinast í bíla og keyrt sem leið liggur upp að Esjurótum og þar var tekið sig til og settur bakpokinn upp og svo gengið af stað. Gengum við upp í um einn tíma og fórum við neðri leiðina og fórum upp að vaði. Var ég með eina 3 lítra í bakpokanum til að þyngja hann örlítið Smile

Vil ég þakka þeim Ingu, Berglindi, Hönnu, Magga Sig, Eyrúnu og Soffíu fyrir ánægjulega göngu.


Önnur gangan á Esjuna

Í gær var fór ég í mína aðra æfingarferð á Esjuna og vorum við 6 sem mættum í gönguna Mættum við að vanda upp við Húsgagnahöll og sameinuðuðumst svo þar í einn bíl en við vorum fimm sem mættum þar. Var svo brunað upp að Esjurótum þar sem ein beið okkar enda kom hún frá Akranesi. Gengum við í rúman klukkatíma upp og fórum við neðrileiðina að þessu sinni og komumst við upp fyrir skilti 4 og upp á hæðina þar fyrir ofan. Tók gangan í heildina um tvo tíma. Færðin var þokkaleg en það var ekki mikil snjór í Esjunni að þessu sinni en dálítið um þjappaðan snjó í göngustígnum sem var dálítið háll. Hafði ég með mér eina 3 lítra af vatni til að þyngja bakpokann sem ég var með.

 Að lokum vil ég þakka þeim Guðmundi Geir, Tryggva, Eyrúnu, Ingu og Lindu J þökk fyrir ánægjulega kvöld göngu.


Göngu æfingar byrjaðar aftur.

Já það er orðið ansi langt síðan maður hefur skrifað seinasta blogg og ætla ég að reyna bæta þar aðeins úr. Hef ég svo sem ekki gnegið mikið að undanförnu en átti frábæra ferð með Sólóklúbbnum á Laugaveginn í sumar þar sem við nutum veðurblíðunar alla ferðina. Eins fórum við í útilegu þar sem gengið var á Heklu. En nú er búið að setja markmið nú í vor og á að fara á tvö fjöll nú í vor. Annars vegar er það Hrútfjallstindar (1852m) og svo á að fara aftur á Hvannadalshjúk (2110m)Hvtasunnuhelgina 29maí til 1 júní. Fór ég í mína fyrstu æfingagöngu núna s.l. miðvikudag á Esjuna og vorum við ein 7 sem mættum í gönguna auk eins hunds. Gengum við um 70 mínútur upp og fórum langleiðina að steini. Áttum kannski 15-20 mínútur að steini. Í heildina tók þessi ganga okkur um tvo tíma. Færið var ágætt en það var töluert þjappaður snjór og nokkuð hálft að fara niður og það var orðið nokkuð rökkvað og erfitt að sjá hvar hált var. Var ég með mér í bakpokanum eina 4 lítra af vökva bæði til að drekka og til að drekka á leiðinni.

Að lokum vil ég þakka þeim Sigga, Guðmundi Geir, Önnu Brynhildi, Eyrúnu, Hildi og Hermanni fyrir ánægjulega göngu.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband