náð að steini

Fór í mína þriðju ferð upp á Esjuna á jafn mörgum vikum og loksins náðum við að fara upp að steini. Við vorum níu sem fórum í þessa ferð auk eins hunds. Við hittust eins og venjulega upp við Húsgagnahöll og sameinuðumst í bíla og fórum svo eins og leið liggur upp að Esju. Tókum okkur svo til og það var farið nokkuð rösklega af stað. En það tók okkur 1 klst og 15 mínútur að komast upp að steini en hann er í 597 metra hæð. Veður var mjög gott og frábært útsýni, það eina sem skyggði á gott útsýni var þessi gula slikja sem lá yfir höfuðborgarsvæðið. Ég hef verið að nota gamlan bakpoka sem ég á í þessar æfingar en ég þarf að fara að fá mér nýjan sem ég get notað í ferðina á Hvannadalshjúk. Bakpokinn sem ég á hefur ekki þessi bönd þannig að hann sitji á mjöðmunum heldur er hann meira á herðunum og með mittisband. En í ferðina í kvöld bætti ég við einum lítra af vatni í bakpokann og bar hann þannig upp í miðjar hlíðar en tók þá hálfan líter úr töskunni til að létta hana aðeins. Hann tekur of mikið í axlinar. Ég er svona aðeins að reyna að gera mér í hugalund hvernig ferðin á Hjúkinn verði því þetta verða einir 6-7 tímar á gangi upp á móti en verður ekki farið eins hratt yfir eins og við erum að fara. Erfitt að ganga nokkrir í röð í bandi. Reyndar skilst mér að fyrsta brekkan sé svipuð brött og Esjan en svo sé þetta frekar aflíðandi.

Stefnan er að ganga á tvö fjöll á viku þangað til að farið verður á Hjúkinn. Eina ferð á Esjuna í miðri viku sem svona stutt ferð og svo aftur um helgar til að fara í lengri ferðir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Leifur Runólfsson

Esjan er frábær gönguleið, en hvar hefurðu verið að ganga um helgar í þessum lengri ferðum?

Leifur Runólfsson, 20.3.2008 kl. 18:28

2 Smámynd: Hörður Agnarsson

Ég hef ekkert gengið langt hingað til þar til í dag. Sjá nýjustu færsluna.

Hörður Agnarsson, 22.3.2008 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband