Helgafell, Húsfell og Búrfell.

HelgafellÞá hefur maður í sína fyrstu löngu göngu í . Ferðin byrjaði þannig að það var hist við Fjaðarkaup í Hafnarfirði upp úr 9 og sameinast í bíla áður en haldið var að Kaldárseli. Þar var tekinn smá tími til að taka sig til eins og stilla göngustafi og skella á sig bakbokanum. Voru þarna mættir einir 16 manns og einn hundur en svo bættist einn í hópinn eftir það.  Fyrst var ferðinni heitið á Helgafell en það er um 340 m hátt og hækkun um 260 m. Eins og sjá má á myndinni hérna til vinstri þá var mjög gott veður í dag, en myndin er tekin frá Húsfelli. Þegar við vorum komin niður af Helgafelli en þá var klukkan rétt um 11 þá var tekin smá nestispása áður en farið var á næsta fell.

 

Húsfell og BúrfellEftir að hafa áð í smá stund þá var lagt á næst fell sem heitir Húsfell og er um 288 m hátt og hækkun um 160 m. Það þurfti að ganga smá spotta að því frá Helgafelli. En á myndinni hér til hægri þá er Húsfellið til hægr á myndinni og svo er Búrfellið sem gengum líka á til vinstri. En það er smá gígur. En eftir að á toppnum var náð á Húsfellinu og notið smá útsýnisis þá var farið á næsta fell sem er Búrfell en það er um 160 m hátt og hækkun um 50 m. Semsagt bara smá þúst. Myndin hérna til hægri er tekin af Helgarfelli.

En þetta var svo sem ekki erfið ganga þó að löng væri eða um 10-12 km og tók um 4 tíma í göngu en um 4 og hálfan tíma í heildina með smá pásum. Vorum við komin aftur í Fjarðarkaup um 14:30.

Þetta var fyrri ferðin sem er skipulögð um páskana. Í þeirri seinni er stefnt á Miðsúluna í Botnsúlum en sú ferð gæti tekið eina 5-6 tíma auk tíma til að koma sér á staðinn og gæti tekið töluvert meira á því þar er mun meiri bratti og sjór. Maður sá Botnsúlur frá Helgafellinu og Húsfellinu og voru topparnir þar hvítir. Þess má geta að Miðsúlan er um 1080 m há.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband