Göngu æfingar byrjaðar aftur.

Já það er orðið ansi langt síðan maður hefur skrifað seinasta blogg og ætla ég að reyna bæta þar aðeins úr. Hef ég svo sem ekki gnegið mikið að undanförnu en átti frábæra ferð með Sólóklúbbnum á Laugaveginn í sumar þar sem við nutum veðurblíðunar alla ferðina. Eins fórum við í útilegu þar sem gengið var á Heklu. En nú er búið að setja markmið nú í vor og á að fara á tvö fjöll nú í vor. Annars vegar er það Hrútfjallstindar (1852m) og svo á að fara aftur á Hvannadalshjúk (2110m)Hvtasunnuhelgina 29maí til 1 júní. Fór ég í mína fyrstu æfingagöngu núna s.l. miðvikudag á Esjuna og vorum við ein 7 sem mættum í gönguna auk eins hunds. Gengum við um 70 mínútur upp og fórum langleiðina að steini. Áttum kannski 15-20 mínútur að steini. Í heildina tók þessi ganga okkur um tvo tíma. Færið var ágætt en það var töluert þjappaður snjór og nokkuð hálft að fara niður og það var orðið nokkuð rökkvað og erfitt að sjá hvar hált var. Var ég með mér í bakpokanum eina 4 lítra af vökva bæði til að drekka og til að drekka á leiðinni.

Að lokum vil ég þakka þeim Sigga, Guðmundi Geir, Önnu Brynhildi, Eyrúnu, Hildi og Hermanni fyrir ánægjulega göngu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband