30.3.2008 | 05:55
206 þrep
Þá er maður kominn úr enn inni gönguæfingunni en það var ekki farið á fjall þetta skiptið heldur farið og gengið í tröppum sem eru í Kópavogi. Hittumst við hjá skátaheimilinu í Kópavogi en það er staðsett rétt við þar sem Sorpa er með gámastöð við Dalveg. Æfingin fólst í því að ganga upp allar tröppurnar, 206 að tölu. Þá helst að taka 2-3 í einu á leiðinni upp og svo 2 á leiðinni niður og fara sem hægst. Helst að fara þannig að maður nái því að halda sér þannig að maður detti ekki seinasta spölinn niður á þrepið sem stigið er á. Ég á aðeins í það Ég tók þessa mynd af tröppunum en skátaheimilið er í forgrunni. Flestir fóru þrjár ferðir upp og niður þarna en sumir fóru fleiri og tók þetta um 30 mínútur og reyndi vel á. Svo skilst mér að þetta sé nokkuð vinsæl æfing að ganga þarna.
Já það er gott að ganga í Kópavogi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.