Önnur ferð á Esjuna

Já því miður komst ég ekki í ferðina á Hengil en ég skellti mér í kvöld á Esjuna. Var ég með sama þyngd í bakpokanum og í fyrstu ferðinni.  Vorum við færri í þessari ferð eða 8 en 2 gengu í morgun svo það er komið upp í sama fjölda. Veður var líka töluvert verra núna en það var bæði slydda og þoka. Ferðin tók eina 2 og hálfan tíma og var farið svipað langt og síðast en örlítið önnur leið. Sú brattari var valin því þau sem fóru í morgun sögðu að það væri töluverður snjór þar.  Það fór svipaður tími í uppgöngna en sökum þess hve skyggnið var slæmt og erfitt yfirferðar þá tók ferðin niður örlítið lengri tíma.

Nú en svo er búið að dagsetja næstu æfingu en þá verða Móskarðshnjúkar fyrir valinu en hjúkarnir eru 800 m háir og hækun um 650 m og verður skellt sér á þá á sunnudaginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband