Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Kalt á toppnum

Hekla 1Sunnudaginn 20. apríl þá var hist á bílaplaninu upp við Húsgangahöll en það var búið að ákveða að fara á sjálfa Heklu. Hist var þar rúmlega átta og var farið að skipuleggja í bílanna og farið svo af stað rétt um hálf níu. Vorum við 19 sem lögðum af stað og á fjórum bílum. Var svo brunað sem leið lá austur um landssveit og gekk vel þar til komið var að afleggjaranum að Heklu sem færðin tók að þyngja. Eftir smá barning og smá festelsi þar sem slyddujeppa eigandinn naut sín Smile var ákveðið að halda ekki áfram heldur leggja land undir fót og ganga restina að Heklu eða um 3 kílómetra. Ganga að bílastæðinu við Heklu tók um 75 mínútur og var fengið sér smávegis að borða þar áður en lagt var af stað á Hekluna sjálfa. Færið var frekar þungt enda óvíða þar sem maður óð snjó upp á miðja kálfa eða datt niður að hné í snjó. Eftir eina 6 tíma göngu frá þar sem við lögum bílunum þá stóðum við á toppinum á Heklu og margir hverjir frekar þreyttir og þar á meðal undirritaður. En því miður þá fóru ekki allir alla leið á toppinn því að einhverjirHekla 2vildu snúa við því að það var ekki ekki skyggni á toppnum en eitthvert ský hvíldi þar á og einhverjir voru komnir í tímahrak en þá voru við í um 1300 metra hæð. Vorum við níu sem vildum halda áfram og klára dæmið og gengjum við eftir GPS tæki sem eftir var. Loksins þá fundum við þá aflíðandi brekku sem einn félagi okkar hafði sagt okkur frá, en áður en lagt var af stað var talað um aflíðandi brekkur væru þarna en þær voru ansi mis mikið aflíðandi. Þegar svo GPS-tækið sýndi að við værum í 1491 metra hæð og það meiri segja létti aðeins til þarna svo það var aðeins hægt að njóta þess að vera þarna á toppnum þó að útsýnið væri ekkert. Einhver hiti er í þeirri gömlu því á einum stað á leiðinni upp sáum við tvær holur þar sem hún hafði brætt af sér snjóinn og svo aftur á toppnum. En það var svo sem ekki stoppað lengi þarna uppi heldur lagt fljótlega af stað aftur niður. Var gengið nokkuð rösklega niður á leið þó vorum við með eina sem var hálf slöpp í löppunum. Þegar niður var komið þá var stoppað stutta stund aftur við bílastæðið sem þarna við Heklu og fengið sér smá hressingu og kvittað í gestabókina sem er þarna um að við hefðum farið alla leið. Svo eftir að hafa komið sér fram hjá hrauninu þá var tekin spretturinn í átt að bílunum og þessi ferð var um 23 kílómetra löng og var farin á um níu og hálfum tíma í nokkuð erfiðu færi. Nú er smá tími í að við förum í næstu stóru æfingu en væntanlega verður farnar einhverjar léttar göngur þangað til.

Það eru svo fleiri myndir úr ferðinni í albúmi.


Einu sinni....

BrúðkaupÍ einum af mínum fjölmörgu ferðalögum rakst ég á þessa stúlku . En þá fór ég í  smá ferð til Las Vegas. En ekki veit ég hvort hún hafi haft kynni af (tilvonandi) maka í gegnum netið. En ég stóðst ekki freistinguna og smellti af eins og einni mynd FootinMouth
mbl.is Vonbrigði á brúðkaupsnóttinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heiðmörk í góðu veðri

Heiðmörk apr2008Fór í dag í Heiðmörk en ég fór með Sóló í en eina gönguferðina en að þessu sinni var haldið sig á jafnsléttunni. Vorum við fimm auk eins afleggjara sem mættum upp í Heiðmörk en ákveðið var að hittast þar í Furulundinum. Gengum við í góða klukkustund og fórum hring sem er þar merktur á korti og var uppgefinn kílómetrafjöldi 3,2. En eitthvað rugluðumst við á kortinu og tókum smá aukakrók. Áttum við ágætis stund saman og varð þessi ganga einginlega svona sjókastskógarganga því það fengu nokkrir snjóboltar að fjúka í ferðinni. Þetta var góð sunnudagshreyfing í mjög svo yndislegu umhverfi. Það var snjór yfir öllu og snjór í trjánum og var eiginlega frekar jólalegt um að lýtast. Eins voru þarna fleiri hópar af fólki sem var að njóta útiverunnar.

Sóló-ganga

Esjan 12.04.08Því miður missti ég af seinustu gönguæfingu hjá hópnum sem ég er í en hann fór á Kerhólakamb seinasta fimmtudag en það er einn hlutinn af Esjunni. Sjálfur skellti ég mér á Esjuna í dag í þessu frábæra veðri en það var glampandi sól og blíða. Ég ákvað að prófa að ganga einn að þessu sinni en ekki með Sóló. Ég kominn upp að Esjurótum rétt fyrir kl. 13 en það var mikið um bíla þarna og greinilega að fólk var þarna að njóta veðursins. Gekk ég venjulegu gönguleiðina sem margir göngufélagar mínir eru komnir með leið á, eða leiðina á Þverfellshornið. Gekk ég í einum rykk upp að 3ja skilti eða upp í 240 metra hæð. En m.a. tilgangurinn hjá mér að fara einn á Esjuna í dag var sá að sjá hvernig ég gengi á fjallið á mínum hraða án þess að vera í hóp. Í stoppinu fékk ég mér smávegis að drekka og herða upp á skónum sem ég var í en ég var að endurnýja gönguskóna mína eftir að hafa gengið á þeim gömlu yfir 15 ár. Næsta stopp var upp við Steininn áður en haldið var áfram upp á toppinn. Það var mikill straumar af fólki upp á toppinn og það var kominn ágætis slóði í snjóinn sem er efstur í Esjunni sem er reyndar orðinn dálítið sleipur eftir átroðninginn. Þegar á toppinn var komið var að sjálfsögðu kvittað í gestabókina sem er þarna og svo notið þess útsýni sem var þarna í dag sem var mjög gott og mikil blíða á toppnum svo það hægt að njóta þess að vera þarna. Eftir smá stopp þarna var haldið niður á leið en það voru nokkrir útlendingar þarna og voru nokkrir af þeim í vandræði með að fara niður. Voru þeir svo sem ágætlega skóaðir en höfðu svo sem engan annan búnað eins og göngustafi eða annan búnað. En niðurleiðin gekk ágætlega en ég ætlaði að taka tíman á þessari göngu og stillti á skeiðklukkuna á símanum mínum en eitthvað hefur klikkað svo ég er ekki viss á tímanum á þessari göngu en hann var ekki alslæmur. Ég tók þessa mynd í dag og eins og áður sagði þá var ekki slæmt útsýni.

Svo er það annað í sambandi við göngur en ég hef lengi langað að fara út til Skotlands og ganga þar. Held að það sé mjög skemmtilegt að fara og ganga þar en ég fann íslendinga sem búa þarna úti og skipuleggja ferðir. Ég setti link á heimasíðu þeirra hérna á síðuna mína, eru þarna undir "Göngur" Ég veit svo sem ekki hvort ég fari með þeim en vonandi læt ég drauminn ræstast einhvern tímann Smile


Broddabrölt

Efra Skarð og SkarðshyrnanFór í dag í frábæra ferð en í dag var stefnan sett á Skarðshyrnuna og Heiðarhornið á Skarðsheiðinni. Hittumst við 10 upp við Húsgagnahöllina um níu á sunnudagsmorgninum og var þar sameinast í bíla og fórum við á 2 bílum. Ókum við sem leið liggur í gegnum Hvalfjarðargöngin og keyrt að bóndabæ sem heitir Efra Skarð, Keyrt eftir vegi 504. Um tíuleitið þá var hópurinn tilbúinn í göngu og var þá lagt af stað á fyrri toppinn, Skarðshyrnuna 946 metrar. Myndin Hér til vinstri sýnir bóndabæinn Efra Skarð og svo Skarðshyrnuna. Þegar það var komið í um 600 metra hæð þá var settir á sig göngubroddar en ég var búinn að leigja mér þá eftir tilsögn frá Halla leiðangurstjóra.  Þetta er mín fyrsta reynsla af því að nota svona brodda en þetta var allt annað líf að nota þá. Við fórum upp nokkuð brattar brekkur og ófærð var ekkert stórmál að fara yfir slíkt með þennan búnað á fótunum. Farið yfir ófærðÞegar við vorum að nálgast toppinn á Skarðshyrnunni þá sáum við tvær manneskjur á gangi fyrir neðan okkur og reyndust þetta vera tvær konur á gangi þarna á sama róli og við en gengu heldur hraðar en við og fóru þær fram úr okkur. Alltaf gaman að sjá fólk í svona góðu formi. Þegar á toppinn var komið og eftir smá myndastopp var farið lítið eitt niður á móti áður en lagt var á næsta tind. En gengið var eftir hrygg sem liggur þarna á milli tindanna. Eftir 4 tíma rölt þá var komið á áfangastað eða á sjálft Heiðarhornið en það er 1053 metrar á hæð. Við fengum svo sem ekkert sérstakt útsýni þegar á toppinn var komið. svo í niðurferðinni vorum við að stórum hluta á broddunum. En ferðin tók 6 og hálfan tíma í göngu og voru tvö stopp þar sem var borðað og eitt stutt stopp þar sem það var bara svona rétt fengið sér smá orku. Vorum við komin aftur í bæinn um 17:30 og tók því ferðin um átta og hálfan tíma með öllu. Var þetta mjög góð ferð í alla staði, góðir ferðafélagar og svo lærði maður nýtt eins og að nota brodda en ég var ekki viss um hvernig væri að ganga á slíku en var ekkert mál þegar á reyndi.

Það eru svo fleiri myndir í albúmi úr ferðinni.


Þverfellshorn

S.l. fimmtudag þá fór ég í en eina Esjugönguna og var þá farið alla leið upp á Þverfellshorn en það er í um 720 metra hæð. Við vorum fimm sem mættum upp við Húsgagnahöllina og sameinuðumst í einn bíl áður en lagt var af stað upp að Esjurótum. Ákveðið var áður en lagt var af stað að reyna að ná upp að Steini á einni klukkustund. Verð ég að viðurkenna að þetta tók vel í. Fyrst pásan var ekki fyrr á milli annars og þriðja skiltis og var þá búið að fara upp fyrstu brekkurnar og tröppurnar í einum rykk. Náði ég eftir töluvert puð að Steininum á einum 62 mínútum en hann Siggi var á skeiðklukkunni. Var svo smá pása þarna og fengið sér smá  að drekka og þeir sem voru með búnað til að fara á hornið drógu hann upp. Var svo lagt á Þverfellshornið og tók sú ganga um hálftíma. Var snjór í horninu og fórum við bara hægt yfir en svo mættum við einu pari sem var á leiðinni niður sem tafði okkur. Einnig þegar við vorum að nálgast toppinn þá var farið að blása töluvert. En þegar á toppinn var náð þá var náttúrulega kvittað í gestabókina sem er þarna. Svo var farið aðra leið á leiðinni niður en það var farið aðeins innar á fjallið og farið niður skarð sem er þarna og er meira aflíðandi heldur en hornið. Var ég með eina 5 lítra af vatni með mér til að þyngja bakpokann (10x0,5L) auk þess að vera með mér 1 lítra af drykkjarföngum. Í heildina þá tók ferðin á hornið um 3 klukkustundir.

Framundan er skemmtilegar ferðir og er ég búinn að leigja mér göngubrodda fyrir ferðina sem farin verður nú á sunnudaginn en þá er stefnt á Heiðarhorn á Skarðsheiði sem er  1053 metrar hár og hugsanlega að koma við á öðrum tindi sem heitir Skarðshyrna sem er 946 metrar. Svo er stefnt á næstu helgum á Heklu og Eyjafjallajökul og svo er náttúrulega stefnt á léttari fjöll þess á milli. Hlakkar mig til þess að kljást við Eyjafjallajökul því hækkunin á hann er hátt í 1500 metrar svo það verður gaman að sjá hvar maður stendur áður en lagt er á stóru þúfuna Whistling


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband