Frábær helgi, farið á Hvannadalshnjúk

IMG_0993Já nýliðin helgi líður seint úr minni en hún var nokkuð viðburðarrík. En á föstudaginn tók ég mér frí í vinnunni því að stefnan var sett á að fara síðdegis í austurátt, náðartiltekið austur í Öræfi. Upp úr tvö þá var ég sóttur af tveimur Sóló-félögum og var þá stefnan sett á Vík í Mýrdal en þar biðu þeir Stefán og Siggi Snæ eftir okkur ásamt fleiri hópum sem voru á leið í austurátt og var okkur boðið upp á kaffi og bakkelsi. Eftir stutt stopp þar og eftir að hafa kvittað í gestabókina var haldið áfram sem leið liggur austur í Skaftafell þar sem við hittum leiðsögumenn frá Íslensku Fjallaleiðsögumönnum og fenguð þar búnað sem við þurftum að fá fyrir gönguna; mannbrodda, sigbelti og ísöxi. Var svo farið þar sem við gistum en við höfðum fengið gistingu í Vesturhúsi, hérmá finna smá upplýsingar um húsið. Alls voru mætt þarna 20 manns en fjórir höfðu komið með okkur til halds og traust og til skemmtunar. En við göngufólkið fengum frábærar hjálp frá þeim sem ætluðu ekki að fara á Hnjúkinn að þessu sinni. En á meðan við vorum að sinna okkar málum eins og að yfirfara bakpoka og taka okkur til þá elduðu þau á meðan en að sjálfsögðu fengum við orkuríkan kvöldmat hakk og pasta. Ekki fengum við langan svefn þessa nóttina því við þurftum að fara á fætur kl 4 um morguninn því IMG_1001að við þurftum að vera mætt við Sandfellið 05:15. Eftir að hafa fengið sér morgunmat og klárað að fara yfir bakpokana var lagt af stað á staðinn sem við hittum hina hópana sem voru að fara upp. Alls voru um 76 að fara upp á vegum Íslenska Fjallaleiðsögumanna þennan dag auk annarra hópa. Eftir að hafa komið komið á sig bakpokan, stillt stafi og  hlustað á smá ræðu frá leiðsögumönnum var haldið af stað. Var farið hægt og rólega af stað. Gengu Bace Camp-félagarnir með okkur fyrsta spölinn og fóru þeir mis langt því sumir fóru aðeins upp í Sandfellið og en aðrir upp í 1100 metra hæð eða þar sem við fórum í beltin og böndin. En fyrsta stoppið var í rúmlega 300 metra hæð en þar er lækur þar sem hægt er að ná sér í vatn og er það nokkuð gott vatn. Var þar fengið sér smá nasl og drukkið.  Var svo haldið á sama rólega hraðanum upp en nú var stefnan sett á 1100 metra markið og þegar þangað var komið var tekið gott hlé og fengið sér vel að borða. En þar voru við komin upp í skýin og það var farið að kólna aðeins. Þá var ekkert annað að gera en að kveðja félagana sem höfðu farið með okkur upp og koma sér í sigbeltið og línuna. En vorum við 16 Sóló-félagar sem ætluðum á IMG_1017toppinn og skiptum við okkur á í tvær línur. Var ég í fyrri línunni og fengum við franskan leiðsögumann að nafni Maxi og auk mín voru í þeirri línu Magga Þóra, Elín Eiríks, Hermann, Ásta H, Björgvin, Inga og Siggi sem var aftastur í línunni. Svo í hinni línunnu voru Ester, Jói Egils, Berglind, Siggi Snæ, Ásta María, Maggi Sig, Kári og Halli en þau voru með íslenskan leiðsögumann að nafni Dagný. Fengum við smá tilsögn þarna frá leiðsögumönnunum þarna um hvernig við skildum bregðast við ef einhver skildi detta ofan í sprungu. Frá þeim stað þar sem við fórum í beltin og upp í um 1800 metra hæð er ein góð brekka og er hún um 5 km löng. Ég held að þetta sem með þeim lengri brekkum sem hægt er að finna á Íslandi. Í rúmlega 1500 metra hæð vorum við að fara upp úr skýjunum og það var farið að létta til. Eftir að hafa gengið upp brekkuna þá tók við slétta við og þar var fengið sér að borða áður en haldið var áfram að ganga. Þar var einnig búið að útbúa smáskýli þar sem hægt var að létta á sér án þess að vera í línunni. Sem betur fer voru þarna há ský líka en við fengum samt örlitla sólaglennu öðru hvoru en þó ekki mikla. Fólk var farið að hitna þarna verulega og farið að fækka fötum og voru sumir einungis í nærfötunum þarna. Sléttan þarna er um 4 km löng og fórum við hanaIMG_1023á um klukkutíma. Þegar við vorum komin að Hnjúknum sjálfum þá var aðeins stoppað og settir á sig mannbroddarnir og þeir sem vildu máttu skilja eftir bakpoka sinn áður en lagt var í síðustu brekkuna. Eftir að hafa nært sig smávegis var svo lagt í seinustu brekkuna og vorum við vopnuð ísexi, broddum og í bandi. Var farið frekar hægt yfir enda brekkan brött og nokkrar sprungur sem við þurftum að fara yfir. Sumar sprungurnar þurftum við að taka stórt skref yfir og en aðrar þurftum við að hoppa yfir en allir komust með glans yfir þær. Bara að hafa hugfast að hafa vel sterkt á línunni. Eftir rúmlega 8 tíma göngu þá vorum við komin á hæsta tind Íslands en við vorum þar um 14:08 og var þetta vel erfiðis virði. Voru sumir með eitthvað annað en bara vatn til að skála í á toppnum Smile. Þarna var aðeins notið þess að vera uppi og að sjálfsögðu teknar nokkrar myndir. Nokkra mánaðar undirbúningur hafði skilaði sér þarna og öll fórum við upp sem lögðum af stað. Eitthvað voru menn svo að spá í næstu verkefni þarna uppi og voru þá einna helst að skoða Hrútfellstinda fyrir næsta ár. Gekk ferðin niður af Hnjúknum ágætlega og var svo aftur tekið nestisstopp og farið úr broddunum. Var svo gengið eftir sléttunni og stoppað aftur þar sem skýlið er og var fenið sér smá nasl áður en farið var lengra. Var svo nánast gengið í einni lotu niður í 1100 metrana þar sem fórum í beltin og línuna. Mér fannst þægilegt að ganga í snjónum þrátt fyrir að töluverð snjóbráð hafði verið yfir daginn. Í 1100 metrunum var farið úr línunni og beltinu og farið í betri skjólflíkur enda vorum við komin niður í kalda þokuna áður Hvannadalhnúkur (62)en við brunuðum niður í rúmlega 700 metra hæð þar sem við komust á fast land. Þá fannst mér dálítið erfitt að ganga enda var maður orðinn dálítið þreyttur og dálítið grýtt undir fót. Fór líka svo að það fór að teygjast á hópnum á þessum stað. Var svo gengið eftir slóða niður Sandfellið og á þann stað sem við lögðum af stað. Eftir eina 13 tíma göngu og 45 mínútum betur var  gott að komast á jafnsléttuna aftur. En þar voru svo mætt "Bace-camp" fólkið okkar sem höfðu notið þess að vera á jafnsléttunni á meðan við fórum í þessa göngu. Það hafði reyndar aðeins bæst við í hópinn og var Elín Einars mætt á svæðið einnig.

 

Á heimleiðinni var skellt sér í örstutta sundferð á Svínafell en þar voru sturtunnar frekar kaldar. Ég lét mér nægja að fara bara í sturtu þarna því það var gjörsamlega troðið í pottana. En eftir þessa stuttu sundferð þá var haldið sem leið liggur í Vesturhús en þar hafði Bace-Camp fólkið (Stefán, Addi, Linda, Helga og Elín Einars) byrjað að elda mat en Stefán hafði tekið að sér að versla í matinn og var boðið upp á Lambalæri, grænmeti á grillteini ásamt fleira meðlæti og svo í eftirrétt var boðið upp á heita súkkulaði köku með ís, rjóma og smávegis af bláberum Joyful. Eftir það fór fólk að hverfa og koma sér í bólið enda þetta búið að vera langur dagur eða 20 tímar og nokkuð erfiður.

 Heimferðardagurinn var tekin frekar rólega og fólk bara að hvíla sig. Eftir morgunmat var tekin léttur göngutúr í tæpan klukkutíma. M.a. skoðuð Hofskirkja og aðeins rölt um. Var svo tekinn saman farangurinn og húsið þrifið og rennt svo af stað í bæinn. Stefnan var sett á að fara í sund á Hvolsvelli og borða þar. Sjálfur nennti ég ekki í sund eins og fleiri svo við skelltum okkur bara beint í matinn og fórum við á stað þarna sem heitir Gallerý-pizza og er mjög góður. Fórum við svo nánast beint í bæinn og var ég kominn heim rétt um 18.

Að lokum vil ég þakka Halla fyrir alla skipulagsvinnuna í vetur og aðstoðarmanni hans hann Sigga um að hafa nennt að draga mig og öll hin með sér um öll þessi fjöll. Vonandi verður framhald á þessu. Einnig að þakka Bace-camp fólkinu sem sá um okkur hin í ferðinni en þau gerðu mikið til að gera ferðina en skemmtilegri.

Það eru svo fleiri myndir í albúmi úr ferðinni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar F. Valsson

Til hamingju með að ná á toppinn. 

Ragnar F. Valsson, 20.5.2008 kl. 13:29

2 identicon

Takk fyrir frábæra ferð

Jói Egils (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband