Seinasta æfingin í roki og rigningu

Ég fór í mína seinustu fjallgöngu fyrir Hnjúksferðina í dag enda eru bara rétt um 6 dagar í ferðina sem er búið að stefna á í dágóðan tíma. Vorum við tíu sem mættum upp við Húsgagnahöllina í dag um 11 leitið og keyrðum svo sem leið liggur upp í Jósefdal en stefnan var sett á Vífilsfellið. En fellið er nú ekki nema 665 metra hátt og hækkun um 305 metra. Þegar við vorum Vorum við rúma tvo tíma að fara upp og niður með því að stoppa aðeins á toppnum en þar var svo sem ekkert útsýni. Ekki náðum við að kvitta í gestabókina sem er þarna því lokið af boxinu sem geymir bókina var fokið af og bókin var einn blautur köggull. Skelin sem ég er í hélt nokkuð vel en varð þó lítillega blautur en verst var þó með sjónina en gleraugun voru blaut og kom einnig móða á þau Cool 

Eins og fyrr segir eru bara 6 dagar í ferðina á Hjúkinn og það er kominn smá spenningur i mig og ég held einnig í fleiri í hópnum því að það er búið að æfa vel fyrir ferðina og vonandi náum við á toppinn og fáum gott veður þannig að við getum notið ferðarinnar Smile Ég verð nú að segja að þetta er með því skemmtilegra sem ég hef gert og í byrjun árs var ég ekki einu sinni með huga við að fara að ganga á hæsta tind á Íslandi en svona er lífið.

Í vikunni stefni ég svo á eina létta gönguæfingu og svo samráðsfund vegna ferðarinnar, já þetta er að bresta á W00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svakalegur dugnaður er þetta drengur!  Djö sem þú ert að standa þig.  Hafðu það sem allra best og gangi þér vel að klífa Hnjúkinn innan viku  Þú þarna töffari

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 12:58

2 identicon

Þú ert nú meiri dugnaðarforkurinn  gaman að lesa skrifin þín og fylgjast með

Áróra Hrönn (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband