22.4.2008 | 02:50
Kalt á toppnum
Sunnudaginn 20. apríl þá var hist á bílaplaninu upp við Húsgangahöll en það var búið að ákveða að fara á sjálfa Heklu. Hist var þar rúmlega átta og var farið að skipuleggja í bílanna og farið svo af stað rétt um hálf níu. Vorum við 19 sem lögðum af stað og á fjórum bílum. Var svo brunað sem leið lá austur um landssveit og gekk vel þar til komið var að afleggjaranum að Heklu sem færðin tók að þyngja. Eftir smá barning og smá festelsi þar sem slyddujeppa eigandinn naut sín var ákveðið að halda ekki áfram heldur leggja land undir fót og ganga restina að Heklu eða um 3 kílómetra. Ganga að bílastæðinu við Heklu tók um 75 mínútur og var fengið sér smávegis að borða þar áður en lagt var af stað á Hekluna sjálfa. Færið var frekar þungt enda óvíða þar sem maður óð snjó upp á miðja kálfa eða datt niður að hné í snjó. Eftir eina 6 tíma göngu frá þar sem við lögum bílunum þá stóðum við á toppinum á Heklu og margir hverjir frekar þreyttir og þar á meðal undirritaður. En því miður þá fóru ekki allir alla leið á toppinn því að einhverjirvildu snúa við því að það var ekki ekki skyggni á toppnum en eitthvert ský hvíldi þar á og einhverjir voru komnir í tímahrak en þá voru við í um 1300 metra hæð. Vorum við níu sem vildum halda áfram og klára dæmið og gengjum við eftir GPS tæki sem eftir var. Loksins þá fundum við þá aflíðandi brekku sem einn félagi okkar hafði sagt okkur frá, en áður en lagt var af stað var talað um aflíðandi brekkur væru þarna en þær voru ansi mis mikið aflíðandi. Þegar svo GPS-tækið sýndi að við værum í 1491 metra hæð og það meiri segja létti aðeins til þarna svo það var aðeins hægt að njóta þess að vera þarna á toppnum þó að útsýnið væri ekkert. Einhver hiti er í þeirri gömlu því á einum stað á leiðinni upp sáum við tvær holur þar sem hún hafði brætt af sér snjóinn og svo aftur á toppnum. En það var svo sem ekki stoppað lengi þarna uppi heldur lagt fljótlega af stað aftur niður. Var gengið nokkuð rösklega niður á leið þó vorum við með eina sem var hálf slöpp í löppunum. Þegar niður var komið þá var stoppað stutta stund aftur við bílastæðið sem þarna við Heklu og fengið sér smá hressingu og kvittað í gestabókina sem er þarna um að við hefðum farið alla leið. Svo eftir að hafa komið sér fram hjá hrauninu þá var tekin spretturinn í átt að bílunum og þessi ferð var um 23 kílómetra löng og var farin á um níu og hálfum tíma í nokkuð erfiðu færi. Nú er smá tími í að við förum í næstu stóru æfingu en væntanlega verður farnar einhverjar léttar göngur þangað til.
Það eru svo fleiri myndir úr ferðinni í albúmi.
Athugasemdir
Ferlega gaman - er það svo ekki Eyjafjallajökullinn???!!!! Kær kv. Elín
elín (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 20:04
Jú þetta er mjög gaman. Ég stefni á þriðjudagsgönguna og svo er það Eyjafjallajökullinn
Hörður Agnarsson, 27.4.2008 kl. 23:07
Rosalegur kraftur er þetta! Aldrei hefur mér dottið í hug að fara á Heklu. Hún gæti byrjað að gjósa!
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 29.4.2008 kl. 17:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.