14.4.2008 | 02:56
Heiðmörk í góðu veðri
Fór í dag í Heiðmörk en ég fór með Sóló í en eina gönguferðina en að þessu sinni var haldið sig á jafnsléttunni. Vorum við fimm auk eins afleggjara sem mættum upp í Heiðmörk en ákveðið var að hittast þar í Furulundinum. Gengum við í góða klukkustund og fórum hring sem er þar merktur á korti og var uppgefinn kílómetrafjöldi 3,2. En eitthvað rugluðumst við á kortinu og tókum smá aukakrók. Áttum við ágætis stund saman og varð þessi ganga einginlega svona sjókastskógarganga því það fengu nokkrir snjóboltar að fjúka í ferðinni. Þetta var góð sunnudagshreyfing í mjög svo yndislegu umhverfi. Það var snjór yfir öllu og snjór í trjánum og var eiginlega frekar jólalegt um að lýtast. Eins voru þarna fleiri hópar af fólki sem var að njóta útiverunnar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.