7.4.2008 | 01:14
Broddabrölt
Fór í dag í frábæra ferð en í dag var stefnan sett á Skarðshyrnuna og Heiðarhornið á Skarðsheiðinni. Hittumst við 10 upp við Húsgagnahöllina um níu á sunnudagsmorgninum og var þar sameinast í bíla og fórum við á 2 bílum. Ókum við sem leið liggur í gegnum Hvalfjarðargöngin og keyrt að bóndabæ sem heitir Efra Skarð, Keyrt eftir vegi 504. Um tíuleitið þá var hópurinn tilbúinn í göngu og var þá lagt af stað á fyrri toppinn, Skarðshyrnuna 946 metrar. Myndin Hér til vinstri sýnir bóndabæinn Efra Skarð og svo Skarðshyrnuna. Þegar það var komið í um 600 metra hæð þá var settir á sig göngubroddar en ég var búinn að leigja mér þá eftir tilsögn frá Halla leiðangurstjóra. Þetta er mín fyrsta reynsla af því að nota svona brodda en þetta var allt annað líf að nota þá. Við fórum upp nokkuð brattar brekkur og ófærð var ekkert stórmál að fara yfir slíkt með þennan búnað á fótunum. Þegar við vorum að nálgast toppinn á Skarðshyrnunni þá sáum við tvær manneskjur á gangi fyrir neðan okkur og reyndust þetta vera tvær konur á gangi þarna á sama róli og við en gengu heldur hraðar en við og fóru þær fram úr okkur. Alltaf gaman að sjá fólk í svona góðu formi. Þegar á toppinn var komið og eftir smá myndastopp var farið lítið eitt niður á móti áður en lagt var á næsta tind. En gengið var eftir hrygg sem liggur þarna á milli tindanna. Eftir 4 tíma rölt þá var komið á áfangastað eða á sjálft Heiðarhornið en það er 1053 metrar á hæð. Við fengum svo sem ekkert sérstakt útsýni þegar á toppinn var komið. svo í niðurferðinni vorum við að stórum hluta á broddunum. En ferðin tók 6 og hálfan tíma í göngu og voru tvö stopp þar sem var borðað og eitt stutt stopp þar sem það var bara svona rétt fengið sér smá orku. Vorum við komin aftur í bæinn um 17:30 og tók því ferðin um átta og hálfan tíma með öllu. Var þetta mjög góð ferð í alla staði, góðir ferðafélagar og svo lærði maður nýtt eins og að nota brodda en ég var ekki viss um hvernig væri að ganga á slíku en var ekkert mál þegar á reyndi.
Það eru svo fleiri myndir í albúmi úr ferðinni.
Athugasemdir
Til hamingju með nýja bloggið!
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 8.4.2008 kl. 22:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.