5.4.2008 | 13:10
Þverfellshorn
S.l. fimmtudag þá fór ég í en eina Esjugönguna og var þá farið alla leið upp á Þverfellshorn en það er í um 720 metra hæð. Við vorum fimm sem mættum upp við Húsgagnahöllina og sameinuðumst í einn bíl áður en lagt var af stað upp að Esjurótum. Ákveðið var áður en lagt var af stað að reyna að ná upp að Steini á einni klukkustund. Verð ég að viðurkenna að þetta tók vel í. Fyrst pásan var ekki fyrr á milli annars og þriðja skiltis og var þá búið að fara upp fyrstu brekkurnar og tröppurnar í einum rykk. Náði ég eftir töluvert puð að Steininum á einum 62 mínútum en hann Siggi var á skeiðklukkunni. Var svo smá pása þarna og fengið sér smá að drekka og þeir sem voru með búnað til að fara á hornið drógu hann upp. Var svo lagt á Þverfellshornið og tók sú ganga um hálftíma. Var snjór í horninu og fórum við bara hægt yfir en svo mættum við einu pari sem var á leiðinni niður sem tafði okkur. Einnig þegar við vorum að nálgast toppinn þá var farið að blása töluvert. En þegar á toppinn var náð þá var náttúrulega kvittað í gestabókina sem er þarna. Svo var farið aðra leið á leiðinni niður en það var farið aðeins innar á fjallið og farið niður skarð sem er þarna og er meira aflíðandi heldur en hornið. Var ég með eina 5 lítra af vatni með mér til að þyngja bakpokann (10x0,5L) auk þess að vera með mér 1 lítra af drykkjarföngum. Í heildina þá tók ferðin á hornið um 3 klukkustundir.
Framundan er skemmtilegar ferðir og er ég búinn að leigja mér göngubrodda fyrir ferðina sem farin verður nú á sunnudaginn en þá er stefnt á Heiðarhorn á Skarðsheiði sem er 1053 metrar hár og hugsanlega að koma við á öðrum tindi sem heitir Skarðshyrna sem er 946 metrar. Svo er stefnt á næstu helgum á Heklu og Eyjafjallajökul og svo er náttúrulega stefnt á léttari fjöll þess á milli. Hlakkar mig til þess að kljást við Eyjafjallajökul því hækkunin á hann er hátt í 1500 metrar svo það verður gaman að sjá hvar maður stendur áður en lagt er á stóru þúfuna
Athugasemdir
Frábært hjá þér Hörður. Ég var einmitt að kaupa göngusokka í dag fyrir sumarið. Ég get ekki beðið eftir því að það fari að hlýna hér á Suðurlandinu. Velkominn á bloggið!
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 5.4.2008 kl. 15:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.