Sóló-ganga

Esjan 12.04.08Því miður missti ég af seinustu gönguæfingu hjá hópnum sem ég er í en hann fór á Kerhólakamb seinasta fimmtudag en það er einn hlutinn af Esjunni. Sjálfur skellti ég mér á Esjuna í dag í þessu frábæra veðri en það var glampandi sól og blíða. Ég ákvað að prófa að ganga einn að þessu sinni en ekki með Sóló. Ég kominn upp að Esjurótum rétt fyrir kl. 13 en það var mikið um bíla þarna og greinilega að fólk var þarna að njóta veðursins. Gekk ég venjulegu gönguleiðina sem margir göngufélagar mínir eru komnir með leið á, eða leiðina á Þverfellshornið. Gekk ég í einum rykk upp að 3ja skilti eða upp í 240 metra hæð. En m.a. tilgangurinn hjá mér að fara einn á Esjuna í dag var sá að sjá hvernig ég gengi á fjallið á mínum hraða án þess að vera í hóp. Í stoppinu fékk ég mér smávegis að drekka og herða upp á skónum sem ég var í en ég var að endurnýja gönguskóna mína eftir að hafa gengið á þeim gömlu yfir 15 ár. Næsta stopp var upp við Steininn áður en haldið var áfram upp á toppinn. Það var mikill straumar af fólki upp á toppinn og það var kominn ágætis slóði í snjóinn sem er efstur í Esjunni sem er reyndar orðinn dálítið sleipur eftir átroðninginn. Þegar á toppinn var komið var að sjálfsögðu kvittað í gestabókina sem er þarna og svo notið þess útsýni sem var þarna í dag sem var mjög gott og mikil blíða á toppnum svo það hægt að njóta þess að vera þarna. Eftir smá stopp þarna var haldið niður á leið en það voru nokkrir útlendingar þarna og voru nokkrir af þeim í vandræði með að fara niður. Voru þeir svo sem ágætlega skóaðir en höfðu svo sem engan annan búnað eins og göngustafi eða annan búnað. En niðurleiðin gekk ágætlega en ég ætlaði að taka tíman á þessari göngu og stillti á skeiðklukkuna á símanum mínum en eitthvað hefur klikkað svo ég er ekki viss á tímanum á þessari göngu en hann var ekki alslæmur. Ég tók þessa mynd í dag og eins og áður sagði þá var ekki slæmt útsýni.

Svo er það annað í sambandi við göngur en ég hef lengi langað að fara út til Skotlands og ganga þar. Held að það sé mjög skemmtilegt að fara og ganga þar en ég fann íslendinga sem búa þarna úti og skipuleggja ferðir. Ég setti link á heimasíðu þeirra hérna á síðuna mína, eru þarna undir "Göngur" Ég veit svo sem ekki hvort ég fari með þeim en vonandi læt ég drauminn ræstast einhvern tímann Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Hörður minn og velkominn í bloggheima!  Gaman þegar svona gamlir kunningjar detta inn og maður fær fréttir af því hvað er verið að bardúsa eftir allan þennan tíma.  Vona að þú hafir það sem allra best.  Lítur að minnsta kosti út fyrir að þú sért að njóta þín vel á toppum hér og þar

Bestu kveðjur,

Arna

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband